Aðalfundur Leikfélags Selfoss
05.05.2017 - Don Ellione

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2017 verður haldinn miðvikudaginn 10. maí næstkomandi í Litla leikhúsinu við Sigtún kl. 20:00. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir L.S. eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir.

Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýjir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn í liðnum önnur mál. 

Að lokum minnum við á facebooksíðuna Leikfélag Selfoss, heimasíðuna leikfelagselfoss.is og tölvupóstinn leikfelagselfoss@gmail.com  þar sem hægt að skrá sig á póstlista og fá ýmsar tilkynningar um starf félagsins auk þess að spyrja nánar út í aðalfundinn.  


Þjóðleikur í kvöld! 
01.05.2017 - Jónheiður Ísleifsdóttir

Í kvöld kl 20:00 þann 1. maí sýnir leikhópur frá FSU í samstarfi við Leikfélag Selfoss verkin Morð! eftir Ævar Örn Beneditktsson og Loddararnir eftir Snæbjörn Brynjarsson, í leikstjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur. Sýnt er í Litla leikhúsinu við Sigtún.

Verkin eru hluti af Þjóðleik sem er leiklistarverkefni haldið að frumkvæði Þjóðleikhússins í samstarfi við fjölmarga aðila á landsbyggðinni. Leikhópum ungs fólks á aldrinum 13-20 ára er boðið að setja upp eitt af þremur nýjum leikverkum sem skrifuð eru sérstaklega fyrir Þjóðleik í hvert sinn. Við uppsetninguna njóta ungmennin stuðnings fagaðila í Þjóðleikhúsinu í formi námskeiða, bæði í Þjóðleikhúsinu og í heimabyggð, og lýkur verkefninu með leiklistarhátíð í viðkomandi landshluta. 

Allir velkomnir. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.


Opið hús á Vor í Árborg
21.04.2017 - Don Ellione

Í tilfefni af Vor í Árborg verður Leikfélag Selfoss með opið hús laugadaginn 22. apríl kl. 11:00 - 16:00. Meðlimir leikfélagsins taka á móti gestum, sýna þeim húsið og andlitsmálning verður í boði fyrir krakkana. 

Kaffi, djús og vöfflur verða í boði með en auk þess verður hægt að fá stimpil í Gaman saman leiknum í tengslum við hátíðina. Myndir úr starfi félagsins munu rúlla en auk þess verður hægt að spyrja út í starf félagsins og kynnast leikfélaginu á einn og annan hátt. 

Allir velkomnir, tilvalinn stoppistöð á bæjarröltinu. 


Leikfélag Selfoss / Sigtún 1, 800 Selfoss / leikfelagselfoss@gmail.com